Borealis Data Center hefur gengið frá kaupum á gagnaveri í Kajaani í Norður-Finnlandi sem verður fyrsta starfsstöð félagsins erlendis. Félagið rekur þrjú gagnaver hér á landi, á Blönduósi, Fitjum í Reykjanesbæ og á Korputorgi í Reykjavík.
Samhliða kaupunum er stefnt að frekari stækkun á gagnaverinu en það er staðsett í grænum iðngarði, Renforsin Ranta business park.
Á sama stað er LUMI, ein stærsta græna ofurtölva heims en nokkrar þjóðir reka hana, þar á meðal Ísland í samstarfi við EuroHPC. Er hún leiðandi vettvangur í rannsóknarstarfi og gervigreind í Evrópu.
Gagnaverið í Kajanni er hannað samkvæmt ýtrustu kröfum og er þar nægt aðgengi að endurnýjanlegri orku og öruggum innviðum. Finnland og Ísland eiga það sameiginlegt að kalt loftslag er hagstætt fyrir rekstur gagnavera,“ segir Björn Brynjúlfsson, forstjóri og einn af stofnendum Borealis Data Center.
Verið var upphaflega rekið af upplýsingatæknifyrirtækinu Herman IT og er 100% knúið af endurnýjanlegri orku, bæði vatns- og vindorku.