Borgar­ráð sam­þykkti í dag að heimila Einari Þor­steins­syni, borgar­stjóra að sækja um um lán að fjár­hæð 100 milljónir evra til Þróunar­banka Evrópu­ráðsins (CEB) til fjár­mögnunar á við­halds­á­taki í hús­næði grunn­skóla, leik­skóla og frí­stundar.

Í ís­lenskum krónum nemur fjár­hæðin um 15 milljörðum króna eða um 50% af þeirri á­ætlun sem lá fyrir við upp­haf verk­efnisins.

„Verði láns­um­sókn Reykja­víkur­borgar af­greidd með já­kvæðum hætti er borgar­stjóra veitt heimild til að hefja við­ræður um láns­kjör og undir­búa drög að gerð lána­samnings,“ segir í Kaup­hallar­til­kynningu borgarinnar.

Borgar­ráð sam­þykkti einnig heimild fyrir fjár­mála- og á­hættu­stýringar­svið til að leita til­boða og sam­þykkja til­boð í um­sjón með út­gáfu á nýjum ó­verð­tryggðum skulda­bréfa­flokki til skemmri tíma, þ. e. til 3-5 ára.

Fjár­hæð út­gáfunnar yrði allt að 3 milljarðar króna, sam­kvæmt til­kynningu borgarinnar en borgin heldur því fram að mark­miðið sé að „auka úr­val fjár­festingar­kosta á skulda­bréfa­markaði og ná til breiðari hóps fjár­festa en megnið af út­gefnum skulda­bréfum Reykja­víkur­borgar eru til langs tíma.“

Borgin sótti rúman 21 milljarð króna í láns­fjár­mögnun á síðasta ári. Auk fjár­mögnunar með út­gáfu skulda­bréfa full­nýtti borgin sex milljarða króna lána­línu hjá Ís­lands­banka. Borgin hafði áður dregið á 6 milljarða lána­línu hjá Lands­bankanum að fullu.

Í fjár­hags­á­ætlun Reykja­víkur­borgar fyrir árið 2024 og fimm ára tíma­bilið til ársins 2028 er á­ætlað að borgin taki lán fyrir allt að 16,5 milljarða króna í ár. Það sam­svarar 4,5 milljarða lækkun frá síðasta ári.

Áætluð lántaka Reykjavíkurborgar á næstu fimm árum, samkvæmt fjárhagsáætlun.
Áætluð lántaka Reykjavíkurborgar á næstu fimm árum, samkvæmt fjárhagsáætlun.

„Á árunum 2021-2023 var A-hluti í tals­verðum lán­tökum til sam­ræmis við Græna planið. Á á­ætlunar­tíma­bilinu 2024 til 2028 er gert ráð fyrir lækkandi lán­töku og að það dragi saman með af­borgunum og nýjum lán­tökum.“

Ellefu skulda­bréfa­út­boð eru á út­gáfu­á­ætlun borgarinnar í ár en en borgin hefur þegar lokið tveimur þeirra.

Í fyrra út­boðinu tók borgin til­boðum að nafn­virði 305 milljónir króna á á­vöxtunar­kröfunni 3,49% í verð­tryggða flokkinum RVK 53 og til­boðum að nafn­virði 1.425 milljónir króna á á­vöxtunar­kröfunni 8,94% í ó­verð­tryggða flokkinum RVKN 35.

Í seinna út­boðinu tók borgin til­boðum að nafn­virði 3.765 milljónum króna á á­vöxtunar­kröfunni 8,42% í ó­verð­tryggða flokknum RVKN 35.