Árs­hluta­reikningur Reykja­víkur­borgar var lagður fyrir borgar­ráð í dag en reikningurinn sýnir að rekstrar­niður­staða saman­tekins A- og B-hluta var nei­kvæð um 6,7 milljarða króna.

Er það langt frá á­ætlun borgarinnar sem gerði ráð fyrir að reksturinn yrði já­kvæður um 6 milljarða.

Niður­staðan er því 12,8 milljörðum króna lakari en á­ætlanir borgarinnar gerðu ráð fyrir.

Sam­kvæmt frétta­til­kynningu má rekja helstu frá­vik, um 9 milljarða króna, til hærri verð­bólgu á tíma­bilinu en á­ætlun gerði ráð fyrir, lækkunar ál­verðs og minni mats­breytinga fjár­festinga­eigna Fé­lags­bú­staða.

Rekstrar­niður­staða A- og B-hluta fyrir af­skriftir og fjár­magns­liði (EBITDA), skilaði 23,1 milljarði króna í af­gang sem var um 2 milljörðum undir á­ætlun en var 4 milljörðum betri niður­staða en á fyrsta árs­hluta ársins 2022.

„Heildar­eignir A- og B-hluta sam­kvæmt saman­teknum efna­hags­reikningi 30. júní 2023 námu sam­tals 893,4 ma.kr. og heildar­skuldir á­samt skuld­bindingum voru 478,9 ma.kr. Eigin­fjár­hlut­fall A- og B-hluta er í lok tíma­bils 46,4% en var 48,7% um síðustu ára­mót,“ segir í til­kynningu borgarinnar.

Veltu­fé frá rekstri hjá A- og B-hluta nam 16,5 milljörðum króna á tíma­bilinu eða 13,5% af tekjum.

Fjár­festingar að frá­dregnum seldum eignum námu 22,4 milljörðum. Greidd gatna­gerða­gjöld og seldur byggingar­réttur nam 2,4 milljörðum á meðan lán­taka og ný stofn­fram­lög námu 30,4 milljörðum.

Af­borganir lána og leigu­skulda námu 16,9 milljörðum og var hand­bært fé í lok tíma­bils 33,3 milljarðar.

„Rekstrar­niður­staða A-hluta var nei­kvæð um 921 m.kr. en á­ætlun gerði ráð fyrir að hún yrði já­kvæð um 857 m.kr. Niður­staðan var því 1,8 ma. kr. lakari en gert var ráð fyrir. Skatt­tekjur voru á­samt öðrum tekjum 4,5 ma. kr. yfir á­ætlun. Frá­vik í rekstrar­gjöldum voru 5,1 ma. kr. yfir á­ætlun, þar af var frá­vik í rekstri skóla- og frí­stunda­sviðs 2,3 ma. kr. og breyting líf­eyris­skuld­bindingar 1,0 ma. kr. Fjár­magns­kostnaður var 1,1 ma. kr. yfir á­ætlun einkum vegna hærri verð­bólgu en gert var ráð fyrir. Rekstrar­niður­staða fyrir fjár­magns­liði var nei­kvæð um 34 m.kr. en á­ætlun gerði ráð fyrir já­kvæðri niður­stöðu um 609 m.kr. Niður­staðan fyrir fjár­magns­liði var því 643 m. kr. lakari en á­ætlun gerði ráð fyrir.“

Heildar­eignir A-hluta sam­kvæmt efna­hags­reikningi 30. júní 2023 námu sam­tals 275,8 milljörðum og heildar­skuldir á­samt skuld­bindingum voru 194,2 milljarðar. Eigið fé nam 81,7 milljörðum og eigin­fjár­hlut­fall nam 29,6%.

Lántaka upp á 15 milljarða

Veltu­fé frá rekstri var já­kvætt um 6,8 milljarða og var um 931 milljónir betra en á­ætlað var á tíma­bilinu. Heildar­fjár­festingar námu 10 milljörðum króna en saman­lögð gatna­gerða­gjöld og tekjur af bygginga­rétti voru 2,4 milljarðar.

Lán­taka á tíma­bilinu nam 14,8 milljörðum. Af­borganir lána og leigu­skulda námu 2,9 milljörðum. Hand­bært fé í lok tíma­bils var 20 milljarðar.

Rekstur Reykja­víkur­borgar skiptist í A-hluta og B-hluta. Til A-hluta telst starf­semi sem að hluta eða öllu leyti er fjár­mögnuð með skatt­tekjum. Um er að ræða Aðal­sjóð, sem heldur utan um rekstur fag­sviða og Eigna­sjóð. Til B-hluta teljast fjár­hags­lega sjálf­stæð fyrir­tæki sem að hálfu eða meiri­hluta eru í eigu borgarinnar, en rekstur þeirra er að stofni til fjár­magnaður með þjónustu­tekjum. Fyrir­tækin eru: Orku­veita Reykja­víkur, Faxa­flóa­hafnir sf., Fé­lags­bú­staðir hf., Í­þrótta- og sýninga­höllin hf., Mal­bikunar­stöðin Höfði hf., Slökkvi­lið höfuð­borgarsvæðisins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Afl­vaka hf., Jafn­launa­stofa sf. og Þjóðar­leik­vangs ehf.