Hvammsvík sjóböð ehf., félag utan um rekstur sjóbaða í Hvammsvík, hagnaðist um 8 milljónir króna á síðasta ári.

Skúli og fjölskylda opnuðu sjóböðin 16. júlí síðastliðinn. Verkefnið átti sér langan aðdraganda en gamla náttúrulaugin í fjöruborðinu í Hvammsvík hefur verið vinsæl á meðal ferðamanna, sjósundsfólks og göngugarpa í tugi ára.

Auk sjóbaða er í Hvammsvík gistiaðstaða og veitingastaður, en gömlu húsin hafa verið gerð upp og eru leigð til ferðamanna. Þar er einnig golfvöllur og geta náttgestir fengið að renna eftir silungi í vatninu.

Skúli keypti jörðina af Orkuveitunni árið 2011 fyrir 230 milljónir króna og frá árinu 2016 hefur jörðin verið lokuð fyrir umferð almennings. Sjóböðin eiga sér langa sögu en þau voru fyrst hlaðin af bandarískum hermönnum í síðari Heimstyrjöldinni. Pottunum var lokað árið 2013 vegna slæmrar umgengni.

Hvammsvík sjóböð ehf., félag utan um rekstur sjóbaða í Hvammsvík, hagnaðist um 8 milljónir króna á síðasta ári.

Skúli og fjölskylda opnuðu sjóböðin 16. júlí síðastliðinn. Verkefnið átti sér langan aðdraganda en gamla náttúrulaugin í fjöruborðinu í Hvammsvík hefur verið vinsæl á meðal ferðamanna, sjósundsfólks og göngugarpa í tugi ára.

Auk sjóbaða er í Hvammsvík gistiaðstaða og veitingastaður, en gömlu húsin hafa verið gerð upp og eru leigð til ferðamanna. Þar er einnig golfvöllur og geta náttgestir fengið að renna eftir silungi í vatninu.

Skúli keypti jörðina af Orkuveitunni árið 2011 fyrir 230 milljónir króna og frá árinu 2016 hefur jörðin verið lokuð fyrir umferð almennings. Sjóböðin eiga sér langa sögu en þau voru fyrst hlaðin af bandarískum hermönnum í síðari Heimstyrjöldinni. Pottunum var lokað árið 2013 vegna slæmrar umgengni.

Velta félagsins nam 37,2 milljónum króna á síðasta ári. Þá var eigið fé félagsins í árslok 38,7 milljónir að meðtöldu 32 milljón króna hlutafé félagsins.

Rekstrargjöld námu 25,4 milljónum. Þar af voru laun og launatengd gjöld 6,3 milljónir króna. Meðalfjöldi starfsmanna félagsins á árinu umreiknaður í ársverk var 4,2. Félagið skuldaði samtals 161 milljónir króna og var eiginfjárhlutfall félagsins 19% í árslok.

Í byrjun árs 2021 voru þrír hluthafar að félaginu. Í lok árs voru hluthafarnir orðnir sjö talsins. Skúli átti 15,64% hlut og eiginkona hans Gríma Björg Thorarensen 14,06% hlut. Þá eiga fimm börn Skúla sitthvorn 14,06% hlutinn, eða samtals um 70% hlut.

Hluthafar í Hvammsvík sjóböðum ehf.

Eignarhluti
Skúli Mogensen, A flokkur 1,56%
Skúli Mogensen, B flokkur 14,08%
Gríma Björg Thorarensen, B flokkur 14,06%
Ásgeir Mogensen, B flokkur 14,06%
Anna Sif Mogensen, B flokkur 14,06%
Thelma Mogensen, B flokkur 14,06%
Jaki Mogensen, B flokkur 14,06%
Stormur Mogensen, B flokkur 14,06%