Frá og með morgundeginum munu íbúar á höfuðborgarsvæðinu ekki getað nálgast bréfpoka til endurvinnslu í verslanir eins og þeir hafa hingað til gert. Þess í stað munu íbúar þurfa að fara í endurvinnslustöðvar SORPU og í Góða hirðirinn til að sækja pokanna.
Sérsöfnun á matarleifum hófst á síðasta ári á suðvesturhorni Íslands og hafa íbúar höfuðborgarsvæðisins sótt um 24 milljónir poka frá því verkefnið hófst. Það magn af bréfpokum ætti að duga heimilunum í eitt og hálft ár.
Samhliða breytingum SORPU um að hætta að dreifa bréfpokum verslanir verða pokarnir áfram endurgjaldslausir.
„Árangur samræmdrar flokkunar er mikill og hreinleiki matarleifanna sem íbúar skila um 98%. Enn er þó töluvert af matarleifum eftir í tunnunni fyrir blandað rusl og því til mikils að vinna að ná sem mestum matarleifum úr blönduðu tunnunni á nýju ári,“ segir í tilkynningu frá SORPU.