Markaðshlutdeild þýsku lágvöruverðsverslunarinnar Lidl náði methæðum í Bretlandi á tólf vikna tímabili sem lauk um miðjan maí mánuð.

Markaðshlutdeild þýsku lágvöruverðsverslunarinnar Lidl náði methæðum í Bretlandi á tólf vikna tímabili sem lauk um miðjan maí mánuð.

Markaðshlutdeild verslunarinnar var 8,1% á tímabilinu þar í landi en var til samanburðar 7,7% á sama tímabili í fyrra.

Þetta kemur fram í gögnum markaðsrannsóknarfélagsins Kantar, sem segir afsláttarkjör á bökuðu bakkelsi í smáforriti Lidl helstu ástæðu þess að markaðshlutdeildin jókst. Sala Lidl á brauði, kökum og sætabrauði jókst um rúmlega 40% í kjölfar þessa.

Afsláttakjörin hafa fallið vel í kramið hjá breskum neytendum sem hafa margir neyðst til að sýna aukið kostnaðaraðhald á verðbólgutímum.