Eftir nokkur ár af ósjálfbæru samkeppnisumhverfi í Keflavík með tvö „hub-and-spoke“ flugfélög þá er landslagið að breytast frá og með haustinu,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, á uppgjörsfundi flugfélagsins í morgun.
Hann vísaði þar til áformaðra breytinga á leiðakerfi Play sem hyggst hætta flugi til Norður-Ameríku frá og með október næstkomandi ásamt því að fækka borgaráfangastöðum í Norður-Evrópu.
Bogi, sem hefur áður viðrað þessa skoðun, sagði söguna og gögn úr flugiðnaðinum ítrekað hafa sýnt fram á að það sé ekki sjálfbært að reka tvö flugfélög með tengiflugsleiðakerfi (e. hub-and-spoke) frá sömu litlu eða meðalstóru tengimiðstöðunni. Í tilviki íslenska markaðarins er þar átt við að nýta Ísland sem tengimiðju á milli Evrópu og Norður-Ameríku.
Sú staða sé nú að breytast og Icelandair verði frá og með haustinu eina slíka flugfélagið á Keflavíkurflugvelli.
„Þrátt fyrir að samkeppnin verður áfram hörð – fleiri en 20 flugfélög fljúga til og frá Íslandi - þá mun þessi þróun styrkja stöðu okkar umtalsvert (e. considerably).“
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 5.995 kr. á mánuði