Alþjóðabankinn hefur gefið út spár fyrir 2025 og 2026 þar sem gert er ráð fyrir verðlækkunum á hrávörumarkaði. Í skýrslunni segir að búast megi við 5% lækkun á komandi ári og 2% lækkun árið 2026.

Í tilkynningu, sem send var af Rannsóknarsetri verslunarinnar, segir að olíuverð sé líklegt til að leiða þessa þróun. Verð á jarðgasi gæti hins vegar hækkað og búist er við stöðugu verði á málmum og landbúnaðarhráefnum.

„Áhætta er á að aukin spenna í Miðausturlöndum geti hækkað orkuverð til skemmri tíma, sem hefði áhrif á aðrar hrávörur. Hins vegar eru til lengri tíma litið merki um verulega hættu á verðlækkun á olíu. Á sama tíma eru bæði jákvæð og neikvæð teikn á lofti í eftirspurn eftir iðnaðarhráefnum í tengslum við efnahagslegan vöxt,“ segir í tilkynningu.

Á heimasíðu RSV má sjá verðþróun á hrávörumarkaði.
© Skjáskot (Skjáskot)

Þá segir jafnframt að öflugur hagvöxtur í Bandaríkjunum og stuðningsaðgerðir í Kína gætu einnig leitt til hærra hrávöruverðs, á meðan hægari efnahagsvöxturá heimsvísu gæti haldið aftur af verðum.