Sala hjá Bud Light-framleiðandanum Anheuser-Busch InBev er farin að ná sér á ný rúmlega ári eftir að fyrirtækið datt úr fyrsta sæti sem vinsælasti bjórframleiðandi Bandaríkjanna.

AB InBev glímdi við töluverða erfiðleika á síðasta ári í kjölfar sniðgöngu af hálfu fyrrum viðskiptavina eftir að trans áhrifavaldurinn Dylvan Mulvaney birti mynd af sér á Instagram með Bud Light-dós sem fyrirtækið hafði gert fyrir hana.

Færslan vakti mikla reiði meðal íhaldssamra Bandaríkjamanna og missti þá Bud Light stöðu sína sem mest seldi bjór þar í landi.

Sala InBev í Bandaríkjunum jókst um 1,8% á þriðja ársfjórðungi þessa árs en gengi félagsins lækkaði hins vegar um 5,8% í Evrópu og 5,6% í New York vegna minnkandi eftirspurnar í Kína og Argentínu.