Berks­hire Hat­haway, fjár­festinga­fé­lag War­ren Buf­fet, á­kvað að fjár­festa í snyrti­vöru­verslana­risanum Ultra Beauty á öðrum árs­fjórðungi sam­kvæmt gögnum sem fé­lagið skilaði inn til verð­bréfa­eftir­lits Banda­ríkjanna.

Fag­fjár­festar í Banda­ríkjunum sem eiga hluta­bréf fyrir meira en 100 milljónir dala þurfa að greina frá stöðu sinni í lok hvers fjórðungs vestan­hafs. Í lok fjórðungsins átti Buf­fet 690.106 hluti í Ultra Beauty að markaðs­virði 266 milljóna Banda­ríkja­dala.

Á­samt því að bæta Ultra Beauty við verð­bréfa­safn sitt jók Buf­fet stöður sínar í tryggingar­fyrir­tækinu Chubb og olíu­fyrir­tækinu Occidental Petroleum.

Berks­hire losaði á sama tíma um bréf í Capi­tal One Financial, T-Mobile US og Floor & Decor Holdings.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal hafa fjár­festar vestan­hafs verið afar hrifnir af Ultra Beauty en fyrir­tækið hefur sýnt fram á stöðugan vöxt og stækkandi markaðs­hlut­deild á hverju ári.

Hins vegar lækkuðu hluta­bréf fé­lagsins veru­lega í mars þegar fé­lagið lækkaði af­komu­spá sína fyrir árið vegna aukins kostnaðar í virðis­keðjunni.

Hluta­bréfa­verð Ultra Beauty hefur lækkað um 33% á árinu en eftir að greint var frá stöðu­töku Buf­fet eftir lokun markaða í gær er á­ætlað að gengið opni í 374 dölum sem er um 14% hærra en dagsloka­gengi gær­dagsins.