Birgir Þór Bieltvedt, stjórnarformaður og einn stærsti eignadi Domino's á Íslandi, tók í fyrra við sem umboðsaðili Domino‘s í Danmörku.

Hann opnaði fyrsta Domino‘s staðinn Danmörku árið 1997 og kom að uppbyggingu vörumerkisins þar í landi um árabil áður en hann seldi hlut sinn í félaginu nokkrum áður síðar. Hann vinnur nú að því að byggja Domino‘s í Danmörku upp á ný.

Ástralska félagið Domino‘s Pizza Enterprises lokaði öllum 27 Domino‘s stöðum sínum í Danmörku síðasta sumar.

Ástralska félagið, sem tók við sérleyfinu árið 2019, rakti ákvörðun um að yfirgefa danska markaðinn m.a. til slæms orðspors Domino‘s í Danmörku eftir hneykslismál varðandi hreinlæti á veitingastöðunum sem kom upp hjá fyrri eiganda árið 2018.

Í viðtali við Børsen í nóvember síðastliðnum kvaðst Birgir bjartsýnn um að Domino‘s geti orðið vinsælt á ný í Danmörku þrátt fyrir vandræði fyrri eigenda.

Hann opnaði nýjan stað í Roskilde í desember og í Hvidovre í febrúar og til stendur að opna bráðlega stað í Kaupmannahöfn. Í viðtalinu lýsti Birgir áformum um að byggja upp rekstur Domino‘s í Danmörku hægt og rólega til að tryggja gæði og góða þjónustu.

Birgir seldi sig út úr öllum rekstri tengdum Domino‘s árið 2017 en hefur á síðustu fjórum árum eignast með ásamt öðrum fjárfestum rekstur Domino‘s á Íslandi, í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Hann tryggði sér auk þess réttindi árið 2022 til að opna Domino‘s í Finnlandi.

Birgir hefur áður lýst yfir áhuga á að sameina rekstur Domino‘s félaganna á Norðurlöndum og skrá sameiginlegt félag á markað.

Fjallað var nánar um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun. Áskrifendur geta nálgast greinina í heild sinni hér.