Bandaríska sjóðastýringafélagið Capital Group hefur selt 2 milljón hluti í Íslandsbanka og heldur nú á minna en 5% hlut í bankanum. Þetta kemur fram í flöggunartilkynningu til Kauphallarinnar í morgun. Félagið hefur verið með stærri hluthöfum bankans allt frá skráningu hans á markað í fyrrasumar.

Eftir söluna á Capital Group 98,4 milljónir hluta í bankanum sem gerir um 4,92% hlut og er félagið fimmti stærsti eigandi bankans. Markaðsvirði hlutarins nemur 12,7 milljörðum króna.

Gengi bréfa bankans stendur nú í 129 krónum á hlut og er markaðsvirði bankans 265 milljarðar króna.

Sjá einnig: Capital Group umsvifamesta erlenda félagið í Kauphöllinni

Capital Group, sem er eitt stærsta eignastýringarfélag í heimi, var meðal hornsteinsfjárfesta þegar Íslandsbanki fór á markað í fyrrasumar. Eftir útboðið átti félagið 3,85% hlut í bankanum en stækkaði í kjölfarið við sig og var um tíma komið með um 5,22 prósenta hlut í bankanum.

Bandaríska sjóðastýringafélagið Capital Group hefur selt 2 milljón hluti í Íslandsbanka og heldur nú á minna en 5% hlut í bankanum. Þetta kemur fram í flöggunartilkynningu til Kauphallarinnar í morgun. Félagið hefur verið með stærri hluthöfum bankans allt frá skráningu hans á markað í fyrrasumar.

Eftir söluna á Capital Group 98,4 milljónir hluta í bankanum sem gerir um 4,92% hlut og er félagið fimmti stærsti eigandi bankans. Markaðsvirði hlutarins nemur 12,7 milljörðum króna.

Gengi bréfa bankans stendur nú í 129 krónum á hlut og er markaðsvirði bankans 265 milljarðar króna.

Sjá einnig: Capital Group umsvifamesta erlenda félagið í Kauphöllinni

Capital Group, sem er eitt stærsta eignastýringarfélag í heimi, var meðal hornsteinsfjárfesta þegar Íslandsbanki fór á markað í fyrrasumar. Eftir útboðið átti félagið 3,85% hlut í bankanum en stækkaði í kjölfarið við sig og var um tíma komið með um 5,22 prósenta hlut í bankanum.