Sala drykkjuvörurisans Coca-Cola nam 11,05 milljarði dala á þriðja ársfjórðungi og jókst um 10% milli ára.

Það er tæplega 530 milljónum dala meiri velta en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir. Samstæðan hagnaðist um 2,8 milljarða dala á fjórðungnum samanborið við 2,47 milljarða dala árið áður. Markaðshlutdeild félagsins jókst nokkuð á tímabilinu.

Þá halda vinsældir Coke Zero Sugar áfram að aukast. Sala á sykurlausa drykknum jókst um 11% á fjórðungnum. Samstæðan áætlar að velta félagsins muni aukast um 6-7% á árinu.