Creditinfo Lánstraust hf. segist hafa breytt verklagi við skráningar á vanskilaskrá í ljósi þess að Per­sónu­vernd sektaði fyrirtækið um 38 milljónir króna.

Creditinfo var sektað vegna brota á árunum 2018- 2019 með því að hafa ekki gætt að heimild lán­veitanda til að skrá van­skil lán­taka á van­skila­skrá.

Sektar­fjár­hæðin er sú lang­hæsta sem Per­sónu­vernd hefur gert nokkru fyrir­tæki greiða en hún nemur 2,5% af árs­veltu Creditin­fo árið 2021. Há­marks­sektar­heimild Per­sónu­verndar er 4% af árs­veltu.

Hafa hert kröfur verulega

Í til­kynningu frá Creditin­fo vegna málsins tekur fyrir­tækið fram að það hefur nú þegar breytt verk­lagi við eftir­lit með skráningum í van­skila­skrám.

„Creditin­fo vill taka fram að fyrir­tækið var sam­starfs­fúst við skoðun málsins og að fyrir­tækið hefur hert veru­lega kröfur sem gerðar eru til þeirra sem nýta þjónustuna. Þá hætti Creditin­fo við­skiptum við um­rædda aðila,“ segir í til­kynningu.

Skráning í vanskilaskrá úrslitaatriði

„Það er grunn­for­senda í okkar starf­semi að upp­lýsingar um á­byrgð og stöðu skuldara séu réttar. Þetta mál sneri meðal annars að því hvort þriðji aðili hefði haft heimild til að skrá upp­lýsingar á van­skila­skrá. Þegar málið kemur upp þá brugðumst við ekki rétt við í upp­hafi. Við hefðum átt að láta við­skipta­vini þessa þriðja aðila njóta vafans,“ segir Hrefna Ösp Sig­finns­dóttir, for­stjóri Creditin­fo í til­kynningunni.

„Skráning á van­skila­skrá er í­þyngjandi gagn­vart öllum sem í hlut eiga og því er það al­gjört úr­slita­at­riði að við höfum þessa hluti í lagi. Þetta mál kom upp fyrir fjórum árum og við erum búin að grípa til ýmissa að­gerða sem eiga að hindra að slík mál komi upp aftur. Við höfum stór­eflt fræðslu og upp­lýsinga­gjöf um hvernig farið er með skráningar á van­skila­skrá og hvaða réttinda fólk nýtur í þeim til­fellum. Fólk fær nú miklu meiri fræðslu en áður um sinn rétt og við erum fljótari að bregðast við at­huga­semdum frá lán­tökum,“ bætir hún við.