Á rúmlega einu og hálfu ári fékk Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi greidda dagpeninga fyrir hátt í tvær milljónir vegna ferðalaga sinna erlendis sem orkumálastjóri.
Á tímabilinu fór Halla Hrund tvívegis til Belgíu, þrisvar til Bandaríkjanna, Grænlands, Slóvakíu, Egyptalands, Bretlands, Króatíu, Frakklands, Noregs og Argentínu.
Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum gerðu bæði umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og utanríkisráðuneytið athugasemdir við fund Höllu Hrundar með argentínskum ráðherra í Argentínu.
Í Argentínu undirritaði Halla Hrund viljayfirlýsingu fyrir hönd Íslands við loftlagsráðherra Argentínu án vitneskju íslenska utanríkisráðuneytisins. Halla Hrund lét ráðuneytið, sem á annast samskipti við erlend ráðuneyti, ekki vita af ferðum sínum. Þá er rétt að taka fram að loftlagsráðherran er fyrrverandi bekkjasystir Höllu Hrundar.
Ferðalög Höllu Hrundar á þessu einu og hálfu ári kostuðu skattgreiðendur hátt í 6 milljónir en sjálf fékk hún hátt í 2 milljónir greiddar í dagpeninga.
Þetta kemur fram í gögnum sem Viðskiptablaðið fékk frá orkustofnun í fyrra vegna ferðalaga orkumálastjóra.
Fór til Egyptalands fyrir 1,5 milljón
Langdýrasta ferð Höllu Hrundar var til Egyptalands á COP ráðstefnuna í nóvember 2022. Þar er ferðakostnaðurinn um 1,4 milljónir og fékk hún 177 þúsund krónur í dagpeninga.
Halla Hrund fékk síðan dagpeninga upp á 307 þúsund krónur fyrir 5 daga ferðalag á ráðstefnu í Bandaríkjunum í september 2022.
Hún fékk einnig 109 þúsund krónur greiddar fyrir tveggja daga ferð til Króatíu í apríl 2023.
Argentínuferðin kostaði yfir hálfa milljón
Ferðakostnaður vegna ferðar Höllu Hrundar til Argentínu kostaði um 548 þúsund krónur. Sjálf fékk hún greidda dagpeninga fyrir 107 þúsund krónur vegna ferðarinnar.
Ódýrasta ferð Höllu Hrundar á tímabilinu var eins dags fræðsluferð til Noregs um hagnýtingu vinds í apríl 2023.
Ferðakostnaður Noregsferðarinnar var 180 þúsund krónur og fékk hún 63 þúsund krónur í dagpeninga.
Ferðalög, kostnaður og dagpeningar Höllu Hrundar.
flug/fl. | ||||
368.861 kr. | ||||
77.795 kr. | ||||
2022 | ||||
176.906 kr. | ||||
Vantar | ||||
241.485 kr. | ||||
156.916 kr. | ||||
150.855 kr. | ||||
1.381.176 kr. | ||||
120.375 kr. | ||||
2023 | ||||
179.916 kr. | ||||
152.155 kr. | ||||
134.943 kr. | ||||
547.790 kr. | ||||
Samtals | 3,689 m.kr. |