Danske Bank býst við að fá sekt að fjárhæð um 15,5 milljarða danskra króna, um 300 milljarðra íslenskra króna, vegna peningaþvættis í útibúi sínu í Eistlandi. Þetta kemur fram í Börsen í dag.
Fjárhæð sektarinnar hefur verið óljós fram til þessa. Greinendur hafa talið að sektin gæti numið 8-20 milljörðum danskra króna. Í fréttatilkynningu frá bankanum sem send var í gær segist bankinn nú hafa vissu fyrir því að sektin verði 15,5 milljarðar króna frá dönskum og bandarískum yfirvöldum.
Réttarhöld standa nú yfir í Bæjarrétti Kaupmannahafnar vegna ákæru gegn þeim sem gefið er að sök að hafa þvættað peningana í Eistlandi.
Meðal þeirra sem voru leiddir inn í réttarsal 38 í gær voru Camilla Christiansen sem er sökuð um að hafa hvítþvegið 30 milljarða danskra króna. Það hafi hún gert í samstarfi við rússneska konu í gegnum útibú bankans í Eistlandi.