Foobar Iceland ehf., fjárfestingarfélags Davíðs Helgasonar á Íslandi, hagnaðist um 12 milljarða króna í fyrra, samanborið við 135 milljarða króna tap árið 2022 en tap þess árs var nær eingöngu vegna virðisbreytingar eignarhlutar í Unity.

Eignir Foobar Iceland voru bókfærðar á 77,3 milljarða króna um síðustu áramót og eigið fé nam 74,4 milljörðum en 1,1 milljarður var greiddur út úr félaginu með lækkun hlutafjár í fyrra. Dótturfélög Foobar Iceland eru meðal annars Foobar Holdings ehf. en félagið heldur utan um 2,2% eignarhlut í Unity Software.

Bókfært virði félagsins um áramótin nam 49,7 milljörðum og bókfært virði eignarhlutarins í Unity var 47 milljarðar króna í lok 2023.  Var hagnaður félagsins nær eingöngu tilkominn vegna jákvæðra gangvirðisbreyting eignarhlutans um 12,5 milljarða króna.

Gengi Unity í dag er um 22 dalir á hlut og hefur lækkað um 43% frá áramótunum. Má því reikna með að fjárfestingarfélagið skili tapi í ár.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.