Deloitte er að fækka starfsmönnum í ráðgjafardeild sinni í Bandaríkjunum eftir að stjórnvöld kröfðust þess að fyrirtækið fyndi leiðir til að draga úr kostnaði við verkefni sem það vinnur fyrir hið opinbera.

Félagið greindi ekki frá því hversu mörgum verði sagt upp en sagði að „hóflegar mannauðsaðgerðir“ yrðu framkvæmdar á næstu vikum í samræmi við breytilegar þarfir viðskiptavina í opinbera geiranum. Deloitte sagði einnig að dregið hafi úr starfsmannaveltu og þar sem fleiri ráðgjafar hefðu haldið áfram í starfi síðustu mánuði en alla jafna, hefði það aukið þörfina á að fækka í hópnum.

Eftirspurn eftir ráðgjafaþjónustu Deloitte er þó, að sögn talsmanns þess, sem fyrr heilt yfir sterk. Starfsmannafjöldi ráðgjafardeildar Deloitte í Bandaríkjunum stóð í stað á síðasta ári og jókst um minna en 1% árið 2024, samanborið við 17,8% vöxt árið á undan og 25,5% árið þar á undan.

Starfsmenn Deloitte í Bandaríkjunum voru nærri 173 þúsund í lok síðast árs.