Deloitte á Ís­landi og EY á Ís­landi hafa átt í við­ræðum um mögu­legan sam­runa fyrir­tækjanna. Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu frá Deloitte.

„Við­ræður eru í gangi og með fyrir­vara um gerð á­reiðan­leikakannana og sam­þykki Sam­keppnis­eftir­litsins,“ segir í til­kynningunni en um er að ræða tvö af stærstu endur­skoð­enda­fyrir­tæki landsins. For­við­ræður við Sam­keppnis­eftir­litið eru yfir­standandi.

„Deloitte er leiðandi í fag­legri þjónustu fyrir fyrir­tæki og stofnanir á Ís­landi. Við störfum á virkum sam­keppnis­markaði þar sem eftir­spurn frá við­skipta­vinum eftir víð­tækri há­gæða heildar­þjónustu fer vaxandi.

Við teljum að sam­legðar­á­hrif sé að finna í á­herslum og rekstri fyrir­tækjanna, sem hvert um sig hefur sín sér­ein­kenni og styrk­leika. Sam­einingin mun gera okkur kleift að halda á­fram að hafa á­hrif á það sem skiptir máli á sí­vaxandi og breyti­legum markaði; að veita við­skipta­vinum okkar fjöl­breytta þjónustu í fag­legri ráð­gjöf,“ er haft eftir Þor­steini Pétri Guð­jóns­syni, for­stjóra Deloitte á Ís­landi í til­kynningunni.