Vinsæla leikfangafyrirtækið Build-A-Bear býður nú upp á bangsa sem eru sérstaklega hannaðir fyrir fullorðna. Bangsarnir eru aðeins seldir á heimasíðu fyrirtækisins undir svokallaðri „After Dark“ vörulínu og þurfa viðskiptavinir að staðfesta að þeir séu 18 ára eða eldri til að komast inn.

Hægt er að kaupa rauða djöflabangsa með fylgihlutum á borð við kampavínsflöskur, súkkulaðihúðuð jarðaber, satín sloppa og boli með ögrandi slagorðum.

Samkvæmt Wall Street Journal hafa viðbrögðin bæði verið góð og slæm en haft er eftir forstjóra Build-A-Bear að þau séu aðeins að fylgja eftirspurnarþróun en um 40% af allri sölu fara til unglinga og fullorðinna.