Evrópsk fjármálafyrirtæki gætu dregist aftur úr í samkeppni við kollega sína vestanhafs ef Evrópusambandið og ríkisstjórnir í álfunni fara ekki í aðgerðir til að stuðla að aukinni samkeppnishæfni.

Þetta sagði Philipp Hildebrand, varaformaður stjórnar BlackRock, á efnahagsráðstefnunni í Davos (e. World Economic Forum) sl. mánudag.

Íþyngjandi reglugerðir Evrópusambandsins á banka og fjármálastofnanir, í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar, hafi gert það að verkum að evrópsk fjármálafyrirtæki hafi dregist aftur úr.

Varaformaður stjórnar BlackRock segir að evrópsk fjármálafyrirtæki hafi dregist aftur úr í samkeppni við kollega sína vestanhafs.

Samkeppnishæfni fjármálafyrirtækja í álfunni muni einungis versna ef Trump-stjórnin efnir loforð sín um að einfalda regluverkið vestanhafs.