Efnahagsspá Arion banka gerir ráð fyrir að þjóðarskútan verði lengur í ládeyðu en áður var talið.
Greiningardeild bankans telur að hagvöxtur muni taka við sér á ný eftir samdrátt á fyrri hluta árs en vöxtur verður fremur hægur. Spá bankans gerir þó ráð fyrir hægum vexti og að hagvöxtur verði aðeins 1,5% árið 2025.
Mun það vera nokkuð minni vöxtur en gert var ráð fyrir í síðustu spá bankans en breytinguna má fyrst og fremst rekja til einkaneyslunnar og ferðaþjónustunnar, sem hefur mætt meiri andbyr en áður var reiknað með samkvæmt bankanum.
Efnahagsspá Arion banka gerir ráð fyrir að þjóðarskútan verði lengur í ládeyðu en áður var talið.
Greiningardeild bankans telur að hagvöxtur muni taka við sér á ný eftir samdrátt á fyrri hluta árs en vöxtur verður fremur hægur. Spá bankans gerir þó ráð fyrir hægum vexti og að hagvöxtur verði aðeins 1,5% árið 2025.
Mun það vera nokkuð minni vöxtur en gert var ráð fyrir í síðustu spá bankans en breytinguna má fyrst og fremst rekja til einkaneyslunnar og ferðaþjónustunnar, sem hefur mætt meiri andbyr en áður var reiknað með samkvæmt bankanum.
„Skammtímahorfurnar draga óneitanlega dám af þéttu taumhaldi peningastefnunnar, bæði á vinnumarkaði þar sem atvinnuleysi fer vaxandi og hvað varðar innlenda eftirspurn. Þá hefur miðlun peningastefnunnar til heimilanna styrkst til muna að undanförnu með hertu aðgengi að verðtryggðum íbúðalánum, og því útlit fyrir að heimilin haldi áfram að rífa seglin og einkaneysla á mann dragist saman,” segir í spá bankans.
Ofan á það á ferðaþjónustan á brattann að sækja en á móti vega bjartar horfur í öðrum „óhefðbundnari“ útflutningsgreinum, s.s. fiskeldi og lyfjaiðnaði.”
„Það dylst engum að krefjandi tímar eru fram undan og munu næstu misseri vafalaust reyna á þolrifin. Engu að síður teljum við að þjóðarskútan komist í gegnum þessa haustlægð án þess að steyta á skeri og að hagvöxtur glæðist á ný árið 2026, þá drifinn áfram af innlendri eftirspurn og útflutningi, einkum ferðaþjónustunni,” segir spá bankans.
Greiningardeild bankans tekur þó fram að líkt og fyrr er óvissan mikil. Þó að opinber gögn beri það ekki með sér, enn sem komið er, virðist staða ákveðinna hópa fara hratt versnandi.
„Taumhald peningastefnunnar er þétt og fátt bendir til þess að það muni breytast á næstunni. Það má því vera að hagspá þessi vanmeti áhrifin á fjárfestingu, hagvöxt og atvinnuleysi.”