Sérfræðingar áætla að skógareldarnir, sem geisuðu í Kaliforníu í janúar, gætu kostað tryggingafélög um 30 milljarða dollara í heildina eða um 4.200 milljarða króna. Þetta kemur fram í WSJ.

Meðal þeirra fyrirtækja sem verða fyrir tapi eru Travelers en þau búast við að tapa 1,7 milljörðum dala. American International Group gæti tapað 500 milljónum dala, Allstate gæti tapað 1,1 milljarði dala og Chubb gæti tapað 1,5 milljarði dala.

Svissneska tryggingarfélagið Zurich Insurance greindi frá því í dag að skógareldarnir muni kosta félagið 200 milljónir dala. Félagið er með 90 milljarða dala markaðsvirði og er meðal stærstu tryggingarfélaga í Evrópu. Hlutabréf Zurich Insurance hækkuðu hins vegar um 3,5% í dag.