Sala McDonald‘s í Bandaríkjunum dróst saman um 1,4% á síðasta ársfjórðungi ársins 2024 miðað við sama tímabil árið áður og nam 6,5 milljörðum dala.
E.coli sýking sem rakin var til niðurskorins lauks á Quarter Pounder hamborgurum er helsti orsakavaldurinn, en 104 einstaklingar í 14 ríkjum urðu fyrir því óláni að sýkjast. Fyrirtækið skrifar sölusamdráttinn einnig á minni eyðslu viðskiptavina í hverri heimsókn.
Greiningaraðilar höfðu þó reiknað með meiri samdrætti og hækkaði gengi hlutabréfa félagsins um 4,5% í fyrstu viðskiptum eftir birtingu afkomu fjórða ársfjórðungs 2024.
Engan bilbug er að finna á stjórnendum skyndibitarisans sem reikna með opna 2.200 nýja McDonald‘s staði á heimsvísu á þessu ári, en þar af verða um 600 staðsettir í Bandaríkjunum.