EFLA hefur stofnað dótturfyrirtæki í Danmörku, EFLA Aps, og verður skrifstofa fyrirtækisins staðsett í Kaupmannahöfn. Danmörk er sjöunda landið þar sem EFLA starfar með formlegum hætti en fyrir eru dótturfyrirtæki í Noregi, Svíþjóð, Frakklandi, Skotlandi og Póllandi.

Þá hefur EFLA samið um leigu á skrifstofuhúsnæði í Kaupmannahöfn þar sem verður aðstaða fyrir fjóra starfsmenn til að byrja með. Fyrsti starfsmaðurinn hefur störf þar á næstu dögum og í framhaldi af því munu fleiri bætast í hópinn á komandi mánuðum.

EFLA hefur stofnað dótturfyrirtæki í Danmörku, EFLA Aps, og verður skrifstofa fyrirtækisins staðsett í Kaupmannahöfn. Danmörk er sjöunda landið þar sem EFLA starfar með formlegum hætti en fyrir eru dótturfyrirtæki í Noregi, Svíþjóð, Frakklandi, Skotlandi og Póllandi.

Þá hefur EFLA samið um leigu á skrifstofuhúsnæði í Kaupmannahöfn þar sem verður aðstaða fyrir fjóra starfsmenn til að byrja með. Fyrsti starfsmaðurinn hefur störf þar á næstu dögum og í framhaldi af því munu fleiri bætast í hópinn á komandi mánuðum.

„Innkoma EFLU á danskan markað er langtímaverkefni og hluti af stefnu fyrirtækisins um að ná fótfestu á nýjum mörkuðum þar sem tækifæri er að finna. Um er að ræða margra ára uppbyggingarverkefni við að kynna fyrirtækið, sýna það og sanna á nýju svæði, sækja verkefni og byggja upp starfsemina. Við erum spennt fyrir þessari vegferð og glöð að hafa tekið fyrsta skrefið,“ segir í tilkynningu frá EFLU.

Einnig vill EFLA bjóða íslensku námsfólki í Danmörku upp á þann möguleika að starfa hjá fyrirtækinu þótt það kjósi að búa áfram í Danmörku að námi loknu. Það getur því unnið áfram hjá sama fyrirtæki kjósi það að flytja síðar aftur til Íslands.

„Þetta er aðferð sem stundum hefur verið nefnd mjúk lending og hefur reynst vel hjá EFLU í Noregi og Svíþjóð.“