Bandaríska sendlafyrirtækið DoorDash hefur tilkynnt að það muni kaupa breska sendlafyrirtækið Deliveroo fyrir 3,9 milljarða dala. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu fyrirtækisins.

DoorDash keypti meðal annars sendlaþjónustuna Wolt árið 2022 sem tók til starfa á Íslandi í maí 2023.

Kaupin munu auka markaðshlutdeild DoorDash í Evrópu þar sem fyrirtækið bætir við sig Bretlands- og Írlandsmarkaði og eykur því samkeppnishæfni sína gegn sendlaþjónustunum Just Eats og Uber Eats.

Árið 2024 nam verðmæti pantana hjá bæði Deliveroo og DoorDash um 90 milljörðum dala. Deliveroo var þá með rúmlega sjö milljónir virkra notenda í hverjum mánuði á meðan DoorDash sá um pantanir fyrir 42 milljónir notenda.