Aðalfundur hlutabréfasjóðsins Spaks Invest hf., sem var settur á fót í fyrra, var haldinn í Norræna húsinu á föstudaginn síðasta. Eignir sjóðsins, sem er með 31 hluthafa, námu 1,37 milljörðum króna í lok síðasta árs. Í fréttatilkynningu kemur fram að gengi sjóðsins hafi hækkað um 18,2% í fyrra og voru fjármunatekjur 135 milljónir króna.
Spakur Invest er hlutabréfasjóður sem leggur áherslu virðisfjárfestingar í skráðum félögum með sterkan undirliggjandi rekstur. Fjárfestingar sjóðsins beinast að Íslandi, Bretlandi og Bandaríkjunum og eru byggðar á vönduðu virðismati.
Sjóðurinn er rekinn af Spaki Finance sf. en honum stýra þau Helga Viðarsdóttir og Jökull Jóhannsson sem hafa bæði langa reynslu af virðismati fyrirtækja.