Flugfélagið Play hefur uppfært lista yfir 20 stærstu hluthafa sína eftir að félagið lauk 4,6 milljarða króna hlutafjáraukningu.
Félög tengd Einari Erni Ólafssyni, forstjóra Play - Leika fjárfestingar ehf., Einir ehf. og Gnitanes ehf. - eru samanlagt stærsti hluthafi Play með um 10,8% hlut.
Birta lífeyrissjóður er stærsti einstaki hluthafinn í flugfélaginu með 8,7% hlut. Lífeyrissjóðurinn á rúmlega 166 milljón hluti sem er um 694 milljónir króna að markaðsvirði.
Í lok marsmánaðar átti Birta rúmlega 82 milljóna hluti og tvöfaldaði lífeyrissjóðurinn því eignarhluti sína í Play milli mánaða en hlutdeild Birtu fór úr 9,49% í 8,7% vegna hlutafjáraukningar.
Athygli vekur að Pólaris ehf., fjárfestingarfélag Einars Sveinssonar, er nú meðal tuttugu stærstu hlutahafa með 36 milljón hluti sem samsvarar um 1,93% hlut í flugfélaginu sem er um 152 milljónir að markaðsvirði. Pólaris var ekki meðal stærstu hluthafa í lok marsmánaðar.
Hlutur Mata rýrnar vegna hlutafjáraukningar
Stoðir hf. er næst stærsti einstaki hluthafi Play með um 5,8% hlut en stærsti hluthafi Stoða er eignarhaldsfélagið S121, em er með um 59% hlut en stærsti hluthafi S121 er Helgafell ehf. sem er í eigu Kristínar, Ara og Bjargar Fenger og fjölskyldu.
Hlutur Eignarhaldsfélagsins Mata ehf. rýrnaði um 54% í hlutafjáraukningunni í síðasta mánuði. Mata heldur áfram á 31,9 milljón hlutum en hlutdeild þeirra í félaginu fer úr 3,86% í 1,69% milli mánaða.