Eignar­halds­félagið VGJ, einn stærsti hlut­hafi Brims, átti í lok febrúarmánaðar um 47 milljón hluti að nafn­verði í Kviku banka.

Eignar­halds­félagið átti því nú um 1% hlut í bankanum sem gerir það að nítjánda stærsta hlut­hafa bankans, sam­kvæmt lista Nas­daq yfir tuttugu stærstu hlut­hafa skráðra félaga.

Félagið hefur áður verið meðal stærstu hluthafa Kviku banka en breytingar urðu á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa bankans í febrúarmánuði.

Sam­kvæmt greiningar­fyrir­tækinu Akkur seldi Sigla ehf., sem er í eigu Tómasar Kristjáns­sonar, 0,45% hlut í Kviku í mánuðum og dettur út af lista yfir tuttugu stærstu hluta­hafa bankans.

Lands­bankinn seldi einnig tæp­lega 38 milljón hluti í Kviku banka í mánuðinum og fór eignar­hlutur bankans úr 1,1% í 0,8%.

Eignar­halds­félagið VGJ er á meðal stærstu hlut­hafa Brims sem eig­andi 0,8% hluta­fjár í út­gerðarfélaginu.

Eiríkur Vignis­son, fyrr­verandi fram­kvæmda­stjóri Vignis G. Jóns­sonar ehf., dóttur­félags Brims, á 90% hlut í Eignar­halds­félaginu VGJ.