Skiptum þrotabús Víðis ehf., sem rak samnefndar matvöruverslanir, lauk í síðustu viku en engar eignir fundust í búinu. Heildarfjárhæð lýstra krafna nam 941 milljón króna en samþykktar kröfur námu 355 milljónum, að því er kemur fram í Lögbirtingablaðinu.
Verslunum Víðis var lokað árið 2018 eftir rúmlega sjö ára rekstur. Víðir var í eigu hjónanna Eiríks Sigurðssonar og Helgu Gísladóttur.
Alls voru fimm verslanir í rekstri þegar félagið varð gjaldþrota. Sú fyrsta var opnuð í Skeifunni, en auk hennar var félagið með verslanir við Hringbraut, Garðatorgi, Borgartúni auk „express“ verslunar við Ingólfsstræti.