Fjöldi bandarískra fyrirtækja sem hafa þurft að sækjast eftir gjaldþrotaskiptum hefur ekki fleiri í 14 ár samkvæmt Financial Times.
Að minnsta kosti 686 bandarísk fyrirtæki sóttu um gjaldþrotaskipti í fyrra sem er um 8% meira en á árinu á undan og það mesta síðan 2010, samkvæmt S&P Global Market Intelligence.
Samkvæmt S&P er hér einungis verið að tala um skráð félög sem eiga að minnsta kosti 2 milljónir dala í eignir eða óskráð félög með um 10 milljónir dala í eignir.
Matsfyrirtækið Fitch hefur einnig greint frá því í nýlegri skýrslu að dómsáttir við kröfuhafa til að koma í veg fyrir gjaldþrot eða greiðslustöðvun jukust einnig í fyrra.
Að sögn FT eru háir vextir að hafa áhrif bæði á lán bandarískra fyrirtækja og á neytendur sem eru ekki að eyða jafn miklu og á árunum beint eftir covid-faraldurinn.
Meðal fyrirtækja sem fóru í greiðslustöðvun í Bandaríkjunum í fyrra eru Tupperware, Red Lobster, Spirit Airlines og snyrtivöruframleiðandinn Avon Producst svo dæmi séu tekin.