Raftækjaverslunin Elko, dótturfélag Festi, hyggst bjóða upp á unaðsvörur frá og með næsta mánuði. Verslunin hyggst fara með unaðsvörur í sölu í tengslum við dag einhleypra (e. Singles Day) þann 11. nóvember.
„Markaðurinn að þróast og eflast og mikil tækifæri í sölu á þessum markaði,“ segir í fjárfestakynningu Festi vegna þriðja fjórðungs.
„Fylgjumst spennt með viðbrögðum viðskiptavina sem hafa kallað eftir þessum vöruflokki.“
![](http://vb.overcastcdn.com/images/119937.width-1160.png)
Glæra úr fjárfestakynningu móðurfélagsins Festi.