Ellert Arnar­son hefur verið ráðinn sem fjár­mála­stjóri Amaroq Minerals og mun hann hefja störf í ágúst sam­kvæmt Kaup­hallar­til­kynningu frá fé­laginu.

Ellert kemur til Amaroq frá Lands­bankanum þar sem hann hefur gegnt stöðu for­stöðu­manns fyrir­tækja­ráð­gjafar bankans.

Þar áður starfaði Ellert í eigna­stýringu Líf­eyris­sjóðs verzlunar­manna og sem sjóðs­stjóri hjá GAMMA Capi­tal Mana­gement.

Ellert Arnar­son hefur verið ráðinn sem fjár­mála­stjóri Amaroq Minerals og mun hann hefja störf í ágúst sam­kvæmt Kaup­hallar­til­kynningu frá fé­laginu.

Ellert kemur til Amaroq frá Lands­bankanum þar sem hann hefur gegnt stöðu for­stöðu­manns fyrir­tækja­ráð­gjafar bankans.

Þar áður starfaði Ellert í eigna­stýringu Líf­eyris­sjóðs verzlunar­manna og sem sjóðs­stjóri hjá GAMMA Capi­tal Mana­gement.

Á árunum 2013-2019 var hann verk­efna- og sjóð­stjóri hjá GAMMA Capi­tal Mana­gement en þar byggði hann m.a. upp og stýrði teymi á sviði sér­hæfðra fjár­festinga sem bar á­byrgð á upp­byggingu nokkurra fyrir­tækja og lána­safna.

Ellert er með M.Sc. gráðu í fjár­mála­hag­fræði frá Há­skóla Ís­lands og B.Sc. í stærð­fræði frá sama skóla.

„Fyrir hönd stjórnar fé­lagsins er það mér sönn á­nægja að bjóða Ellert vel­kominn til starfa hjá Amaroq á þessum tíma­mótum í rekstri fé­lagsins, nú þegar við vinnum að því að koma Nalunaq vinnslu­svæðinu á Suður Græn­landi í rekstur. Við höfum unnið náið með Ellerti sem ráð­gjafa undan­farin tvö ár og viða­mikil reynsla hans á ís­lenskum fjár­mála­markaði gerir hann að frá­bærri við­bót við sér­hæft fjár­mála­t­eymi okkar á sviði námu­rekstrar,“ segir Eldur Ólafs­son, for­stjóri Amaroq.