Þrír af sex þingmönnum Pírata segjast hlynntir því að heimila innlendum einkaaðilum að stunda smásölu áfengis á netinu samkvæmt niðurstöðum könnunar Viðskiptablaðsins meðal allra þingmanna.

Viðskiptablaðið sendi eftirfarandi fyrirspurn á alla þingmenn: „Ert þú sem þingmaður almennt hlynntur eða andvígur því að heimila innlendum einkaaðilum að stunda smásölu áfengis á netinu?“ Jafnframt var spurt um afstöðu til núverandi fyrirkomulags áfengissölu með einkaleyfi ÁTVR.

Þrír af sex þingmönnum Pírata segjast hlynntir því að heimila innlendum einkaaðilum að stunda smásölu áfengis á netinu samkvæmt niðurstöðum könnunar Viðskiptablaðsins meðal allra þingmanna.

Viðskiptablaðið sendi eftirfarandi fyrirspurn á alla þingmenn: „Ert þú sem þingmaður almennt hlynntur eða andvígur því að heimila innlendum einkaaðilum að stunda smásölu áfengis á netinu?“ Jafnframt var spurt um afstöðu til núverandi fyrirkomulags áfengissölu með einkaleyfi ÁTVR.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Gísli Rafn Ólafsson sögðust hlynnt netsölu áfengis af hálfu innlendra einkaaðila og að þau væru ekki sátt við núverandi fyrirkomulagi. Björn Leví Gunnarsson sagðist einnig hlynntur þegar hann var inntur eftir svörum.

„Ég held að einfalda svarið sé, ef ég á að kjarna [afstöðu mína], að fyrst það má panta áfengi á netinu erlendis frá þá á ekki að mismuna innlendum aðilum,“ sagði hann þegar hann var beðinn um að kjarna afstöðu sína.

Björn Leví segist telja að Píratar séu almennt fylgjandi þessum breytingum að því gefnu að tryggðar séu nægjanlegar takmarkanir þegar kemur að aðgengi. Hann tekur undir að áfengislöggjöfin þurfi að vera skýrari.

Einn þingmaður var með óskýra afstöðu, Andrés Ingi Jónsson, en hann svaraði ekki spurningunni beint.

„Mér finnst eðlilegt að um framleiðslu og sölu á löglegum vímuefnum fari samkvæmt ákveðnum skaðaminnkandi reglum. Hvort sem um er að ræða breytingar á reglum um netsölu áfengis eða einkaleyfi ÁTVR, þá þarf að skoða vandlega hvaða afleiðingar breytingar geta haft - út frá almannahagsmunum,“ sagði Andrés Ingi.

Hinir tveir þingmenn Pírata vildu ekki svara spurningunum.

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir taldi sig ekki geta gefið upp svar hvort hún sé með eða á móti. „Þetta er ekki beinlínis svo einfalt,“ sagði Arndís Anna. Halldóra Mogensen sagði einfaldlega pass þegar leitast var eftir svörum.

Fjallað er ítarlega um könnunina í Viðskiptablaðinu sem kom út á miðvikudaginn. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina og svör einstakra þingmanna hér.