Englandsbanki ákvað í hádeginu í dag að lækka meginvexti úr 5% í 4,75%.
Um er að ræða aðra vaxtalækkun bankans í ár en peningastefnunefnd bankans ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum á síðasta fundi nefndarinnar í október.
Vextir bankans fóru hæst 5,25% áður en Englandsbanki ákvað að byrja lækkunarferli sitt.
„Við verðum að tryggja að verðbólga sé nálægt markmiði. Við megum ekki lækka vexti of hratt,“ sagði Andrew Bailey bankastjóri Englandsbanka.
Samkvæmt The Wall Street Journal styrktist pundið örlítið eftir að bankinn greindi frá lækkuninni en lítil breyting var á ávöxtunarkröfu breskra ríkisskuldabréfa.
Afleiðumarkaðir í Bretlandi benda til þess að fjárfestar eigi von á tveimur til þremur 25 punkta lækkunum á nýju ári.