Eng­lands­banki ákvað í há­deginu í dag að lækka megin­vexti úr 5% í 4,75%.

Um er að ræða aðra vaxtalækkun bankans í ár en peninga­stefnu­nefnd bankans ákvað að halda stýri­vöxtum óbreyttum á síðasta fundi nefndarinnar í október.

Vextir bankans fóru hæst 5,25% áður en Englandsbanki ákvað að byrja lækkunarferli sitt.

„Við verðum að tryggja að verðbólga sé nálægt mark­miði. Við megum ekki lækka vexti of hratt,“ sagði Andrew Bail­ey banka­stjóri Eng­lands­banka.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal styrktist pundið ör­lítið eftir að bankinn greindi frá lækkuninni en lítil breyting var á ávöxtunar­kröfu breskra ríkis­skulda­bréfa.

Af­leiðu­markaðir í Bret­landi benda til þess að fjár­festar eigi von á tveimur til þremur 25 punkta lækkunum á nýju ári.