Sala Mercedes-Benz dróst saman á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en samdrátturinn kom aðallega vegna minnkandi eftirspurnar í Kína. Samkvæmt WSJ staðfestu talsmenn samdráttinn á símafundi við sérfræðinga á mánudaginn.
Sérfræðingar hjá UBS sögðu að tónninn í talsmönnum bílaframleiðandans hafi verið varkárari frekar en neikvæður, sérstaklega í ljósi þess að Mercedes hafi að öllum líkindum flutt út mörg ökutæki áður en tollarnir tóku gildi 2. apríl.
Sala á fyrsta ársfjórðungi í Evrópu verður einnig að öllum líkindum minni milli ára og býst fyrirtækið við áframhaldandi samdrætti í Kína. Bandaríkin reyndust hins vegar vera stöðugur markaður fyrir Mercedes en þar hefur salan haldið velli.
Þrátt fyrir heildarsamdráttinn segist Mercedes hins vegar búast við traustri frammistöðu á toppbílum fyrirtækisins. Það býst við því að AMG og G-Glass-bílarnir muni samsvara um 15% af heildarsölu á ársfjórðungnum.