Ís­lendingar eyddu 2,6 milljörðum króna í er­lendri net­verslun í maí­mánuði sem er 31,4% aukning frá maí­mánuði í fyrra, sam­kvæmt gögnum frá Toll­s­viði Skattsins sem Rann­sóknar­setur verslunarinnar tók saman.

Um er að ræða kaup ein­stak­linga en tæp­lega helmingur af alllri er­lendri netverslun fór í gegnum fata­verslanir. Ís­lendingar keyptu föt fyrir 1,2 milljarða króna í síðasta mánuði, sem 27% aukning milli ára.

Til að finna sam­bæri­leg fata­kaup Ís­lendinga á netinu í einum mánuði þarf að skoða síðasta desem­ber­mánuð þegar Ís­lendingar keyptu einnig föt fyrir um 1,2 milljarða.

Um 90% aukning á lyfjakaupum á netinu

Kaup á lyfjum og heilsu­vörum úr er­lendri net­verslun jókst síðan um 90,6% milli ára í maí-mánuði.

Ís­lendingar versluðu lyf og heilsu­vörur á netinu fyrir 157 milljónir króna í síðasta mánuði sem er aukning úr 82,7 milljónum í fyrra.

Á­fengis­inn­kaup í er­lendri net­verslun dróst hins vegar saman um 14,6% á sama tíma­bili og nam ekki á­fengis­kaup í er­lendri net­verslun ekki nema 6,7 milljónir króna í síðasta mánuði.