Nýsköpunarráðstefnan Fræ framtíðarinnar (e. Seeds for the Future) er nú í fullum gangi í ítölsku höfuðborginni Róm. Ráðstefnan er í raun keppni á vegum fjarskiptafyrirtækisins Huawei.

Námsmenn frá 25 löndum innan Evrópu eru stödd á ráðstefnunni þar sem keppt er á vettvangi nýsköpunar og hugmyndasmíðar.

Nýsköpunarráðstefnan Fræ framtíðarinnar (e. Seeds for the Future) er nú í fullum gangi í ítölsku höfuðborginni Róm. Ráðstefnan er í raun keppni á vegum fjarskiptafyrirtækisins Huawei.

Námsmenn frá 25 löndum innan Evrópu eru stödd á ráðstefnunni þar sem keppt er á vettvangi nýsköpunar og hugmyndasmíðar.

Íslendingar eru með fjóra fulltrúa á ráðstefnunni en þau eru Guðrún Ísabella Kjartansdóttir, Stefan Erlendur Ívarsson, Róbert Orri Stefánsson og Sæmundur Árnason.

Fulltrúar Íslands eru einnig í samstarfi við námsmannateymi Austurríkis en ein af kröfum keppninnar er að hvert teymi skuli hafa fimm fulltrúa. Ísland og Austurríki eru hins vegar bæði með fjóra meðlimi og var því ákveðið að sameina löndin.

Blaðamaður Viðskiptablaðsins ræddi fyrr í dag við austurríska teymið við sundlaugabakka hótelsins, þar sem nemendur fá tækifæri til að stinga sér í sund og slaka á inn á milli hugmyndahraðla og kynninga sem hafa stundum staðið yfir í tíu klukkutíma á dag.

Benjamin Raumauf, meðlimur úr austurríska liðinu, segist hæstánægður með samstarfið og að það sé mjög skemmtilegt að vinna með íslensku námsmönnunum.

Námsmennirnir taka sér sundsprett inn á milli viðburða.
© Helgi Steinar (Viðskiptablaðið)

„Við erum mjög heppin að fá að vinna með Íslendingunum. Við erum búin að skemmta okkur mjög vel með þeim og erum á fullu í að búa til nýjar hugmyndir.“

Hann segir að liðin hafi verið að skoða mismunandi vandamál og huga svo að því hvernig hægt væri að leysa þau vandamál. „Við erum til dæmis komin með hugmyndir um það hvernig væri hægt að betrumbæta sólarorku og í dag erum við að undirbúa kynninguna okkar.“

Annar meðlimur austurríska hópsins, Martin Höck, segir að liðin þurfi að tækla önnur vandamál sem tengjast tæknilegum hliðum samfélagsins, eins og 5G. Vikan hafi hins vegar reynst mjög góð og er mikill spenningur fyrir lokum keppninnar.