Að öllu óbreyttu munu evrópskir bankar skila um 123 milljörðum evra til hlut­hafa á þessu ári í formi arð­greiðslna og endur­kaupa á eigin bréfum.

Mun þetta vera annað árið í röð sem arð­greiðslur ná þessum hæðum, sam­kvæmt UBS en Financial Times greinir frá.

Stærstu skráðu bankar í Evrópu og Bret­landi eru áætlaðir að greiða 74,4 milljarða evra í arð og kaupa eigin bréf fyrir um 49 milljarða evra, en von er á árs­upp­gjörum á næstu vikum.

Sam­kvæmt UBS er þetta meira en þeir skiluðu hlut­höfum árið 2023, sem var met­ fyrir arð­greiðslur og endur­kaup

Hækkandi vaxta­stig hefur verið helsta ástæða fyrir góðri af­komu bankanna, þar sem hærri vextir á lánum hafa aukið vaxta­mun þeirra veru­lega.

Þeir bankar sem skila hlut­höfum mestum greiðslum fyrir árið 2024 eru HSBC, BNP Pari­bas og UniCredit með greiðslur upp á 19,3 milljarða, 11,6 milljarða og 8,8 milljarða evra, sam­kvæmt UBS.

Sam­kvæmt FT hafa framtíðar­horfur banka­geirans í Evrópu batnað eftir erfiðan ára­tug þar sem vaxta­stig var lágt eða neikvætt og reglu­byrði hafði mikil áhrif á greiðslu­flæði til hlut­hafa.

Þrátt fyrir lækkun vaxta, sem gæti haft áhrif á vaxta­tekjur, er bjartsýni meðal fjár­festa á áfram­haldandi greiðslur.

Jérôme Legra­s, stjórnandi hjá Axiom Alternati­ve Invest­ments, telur núverandi greiðslu­stig sjálf­bært og spáir jafn­vel ör­lítilli hækkun á arð­greiðslum árið 2025.

Hann bendir á að lægri kostnaður við inn­lán, hærri vextir á endur­fjár­mögnuðum lánum og meiri tekjur af þjónustu­starf­semi hafi bætt af­komu bankanna.

Citigroup spáir því að arð­greiðslur og endur­kaup bankanna muni nema 134 milljörðum evra árið 2025, sem gæti haldið áfram að laða fjár­festa að.

Áskoranir fram undan

Þrátt fyrir jákvæðar horfur eru evrópskir bankar enn að glíma við lægri verðmat á markaði saman­borið við bandaríska keppi­nauta sína.

Það endur­speglast í lægri verðlagningu bankanna miðað við bók­fært virði eigna.

Andrea Orcel, for­stjóri Unicredit, varaði við því á heims­við­skiptaráð­stefnunni í Davos að minna eftir­lit með bandarískum bönkum gæti veikt sam­keppnis­hæfni evrópskra banka.

„Ef reglu­verk Bandaríkjanna verður mun léttara en í Evrópu gæti það sett evrópska banka í erfiða stöðu, jafn­vel á þeirra eigin heima­markaði,“ sagði Orcel.