Mark Zuckerberg, stofnandi Meta, segir að fyrirtækið muni á næstunni eyða hundruðum milljarða dala í byggingu risagagnavera í Bandaríkjunum með áherslu á gervigreind. Á vef BBC segir að fyrsta gagnaverið, Prometheus, verði klárað á næsta ári.
Samkvæmt tilkynningu Zuckerberg mun eitt þessara gagnavera ná yfir tæplega 60 km landsvæði og verður svipað stórt og Manhattan-eyja.
Meta hagnaðist um meira en 160 milljarða dala árið 2024 og fékk mest af sínum tekjum í formi auglýsinga. Gengi Meta hækkaði um 1% eftir tilkynningu Zuckerberg en hlutabréf fyrirtækisins hafa hækkað um meira en 20% það sem af er ári.
Gagnaverið Prometheus verður staðsett í New Albany í Ohio-ríki en annað ver, Hyperion, verður byggt í Louisiana og er gert ráð fyrir að það verði fullklárað árið 2030.