Ný húsaleigulög tóku gildi um helgina en lögin voru samþykkt skömmu fyrir þingfrestun í júní sl. Lögunum er ætlað að bæta húsnæðisöryggi og réttarstöðu leigjenda en þau fela í sér nokkrar takmarkanir á samningsfrelsi.

Helstu breytingarnar eru þær að vísitölutenging samninga til 12 mánaða eða skemur er óheimil og breytingar á leigufjárhæð eru aðeins leyfilegar að tilteknum skilyrðum uppfylltum.

Ný húsaleigulög tóku gildi um helgina en lögin voru samþykkt skömmu fyrir þingfrestun í júní sl. Lögunum er ætlað að bæta húsnæðisöryggi og réttarstöðu leigjenda en þau fela í sér nokkrar takmarkanir á samningsfrelsi.

Helstu breytingarnar eru þær að vísitölutenging samninga til 12 mánaða eða skemur er óheimil og breytingar á leigufjárhæð eru aðeins leyfilegar að tilteknum skilyrðum uppfylltum.

Þá er leigusala nú falið að kanna hvort leigjandi hyggist nýta sér forgangsrétt og óheimilt er að segja upp ótímabundnum samningum án ástæðu. Þar að auki geta báðir aðilar skotið ágreiningi um leigufjárhæð til kærunefndar húsnæðismála, þar sem nefndin miðar við svokallaða markaðsleigu.

Hildur Ýr Viðarsdóttir, hæstaréttarlögmaður og formaður Húseigendafélagsins, segir að ýmsir þættir hafi flækst til muna svo jafnvel lögmenn eigi erfitt með að átta sig á efninu. Það gæti orðið til þess að einstaklingar nenni ekki lengur að standa í því að leigja út eignina sína.

„Leigumarkaðurinn á Íslandi er sérstakur, um 60% af markaðnum eru eignir í eigu einstaklinga, þetta er ekki eins og víða erlendis þar sem það er miklu meira stærri leigufélög sem eru að leigja og þau eiga stærri hlutdeild á markaðnum. Ef að margir af þessum einstaklingum sem eru að leigja hugsa að þetta sé bara orðið of flókið og þeir nenna þessu ekki þá verður minna framboð og þá hlýtur leiguverðið að hækka.“

Merki eru um að slík viðbrögð séu þegar komin fram og hefur Hildur sjálf heyrt frá einstaklingum sem ætla sér einfaldlega að selja eignir sem áður voru í leigu.

„Það sem við höfum heyrt er að fólki finnist þetta íþyngjandi og að einhverjir séu að velta fyrir sér hvort þeir eigi að leigja eignirnar sínar áfram. Svo veit maður ekkert hvað verður en þetta er til þess fallið að minnka framboð,“ segir Hildur. „Þetta er mikil breyting og auðvitað er markmiðið að tryggja húsnæðisöryggi, sem er auðvitað af hinu góða, en það er svolítið langt gengið þarna á eignarétt húsnæðiseigenda sem er að leigja eignina sína, þarna er verið að takmarka mikið samningsfrelsi.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.