Stórir vogunar­sjóðir og sjóð­stjórar hafa verið að bæta í stöðu­tökur sem eru lík­legar til að skila á­vöxtun verði Donald Trump næsti for­seti Banda­ríkjanna.

Þrátt fyrir að skoðana­kannanir bendi til þess að staðan sé hníf­jöfn milli Kamala Har­ris, for­seta­fram­bjóðanda Demó­krata, og Trump, segir The Wall Street Journal að fjár­festar séu að veðja á að sam­fé­lags­legur skrið­þungi Trump sé að aukast.

Sem dæmi má nefna að hluta­bréfa­verð GEO Group, sem rekur einka­rekin fangelsi í Banda­ríkjunum, hefur hækkað um 21% í októ­ber­mánuði. Gengi Riot Plat­forms, sem sér­hæfir sig í raf­mynta­greftri, hefur hækkað um 34% á sama tíma­bili.

Daniel Loeb, for­stjóri fjár­festinga­sjóðsins Third Point, sagði ný­verið í fjár­festa­bréfi að hann væri búinn að bæta í val­rétta­samninga tengda „America First“-stefnu Trumps.

„Við erum sann­færðir um að tollarnir sem fylgja „America First“-stefnunni eigi eftir að auka inn­lenda fram­leiðslu, fjár­festingu í inn­viðum og hækka verð á efni og vörum,“ segir Loeb í fjár­festa­bréfinu.

„Við trúum því einnig að af­nám í­þyngjandi reglu­verks, sér í lagi eftir að­gerðar­sinna­stefnu Biden-Har­ris ríkis­stjórnarinnar, muni leysa fram­leiðslu úr læðingi og auka um­svif fyrir­tækja.“

Mark Dowding, fjár­festinga­stjóri RBC Blu­bay, segist einnig hafa verið að auka stöðu­tökur tengdum sigri Trumps en sjóðurinn er með um 130 milljarða Banda­ríkja­dali í stýringu.

Dowding segir í sam­tali við WSJ að sjóðurinn sé að veðja á að Banda­ríkja­dalur styrkist og að á­vöxtunar­ferill skulda­bréfa muni verða brattari, það er krafan á lengri bréf muni hækka meira en krafan á styttri bréf.

Um er að ræða stöðu­tökur sem benda til þess að sjóðurinn sé að veðja á að verð­bólga muni aukast í for­seta­tíð Trumps, sér í lagi vegna fyrir­hugaðra tolla en Trump hefur lagt til um 10% til 20% toll á inn­fluttar vörur sem og 60% toll á vörur frá Kína.