Þrátt fyrir erfitt efnahagsástand beggja vegna Atlantshafsins spáir Avolon, næst stærsti flugvélaleigusali veraldar, því að farþegaflug muni um mitt yfirstandandi ár ná sömu hæðum og fyrir heimskreppu.
Meginástæðan er sögð sú að Kínamarkaður sé að opnast á nýjan leik. Fram að þessu hefur ekki verið talið að farþegaflug myndi almennilega ná sér á strik fyrr en árið 2024. Það sem hamlar nú vexti flugiðnaðarins er skortur á nýjum farþegaþotum og er töluverður þrýstur á Boeing og Airbus að bæta úr.