Play flutti 173.109 far­þega í júní 2024, sem er 7,5% meira en í júní í fyrra þegar fé­lagið flutti 160.979 far­þega, sam­kvæmt Kaup­hallar­til­kynningu fé­lagsins.

Sæta­nýting flug­fé­lagsins í júní 2024 var 86,0%, sem er minna en á sama tíma í fyrra þegar sæta­nýting var 87,2%.

Play flutti 173.109 far­þega í júní 2024, sem er 7,5% meira en í júní í fyrra þegar fé­lagið flutti 160.979 far­þega, sam­kvæmt Kaup­hallar­til­kynningu fé­lagsins.

Sæta­nýting flug­fé­lagsins í júní 2024 var 86,0%, sem er minna en á sama tíma í fyrra þegar sæta­nýting var 87,2%.

„Við erum á­nægð að sjá vöxt í far­þega­tölunum en hefðum viljað sjá hærri sæta­nýtingu. Þessa niður­stöðu má rekja til aukinnar sam­keppni í flug yfir At­lants­hafið og til fækkunar far­þega til Ís­lands sem er af­leiðing af öflugu markaðs­starfi sem ná­granna­ríki okkar hafa ráðist í. Við trúum því stað­fast­lega að með sam­hentu á­taki ferða­þjónustunnar og ís­lenska ríkisins sé hægt að auka eftir­spurnina eftir ferðum til Ís­lands, líkt og við höfum áður greint frá. Með réttum skila­boðum og öflugri her­ferð ættum við að geta laðað gesti til Ís­lands til að upp­lifa okkar stór­brotna land,“ segir Einar Örn Ólafs­son, for­stjóri Play.

Sam­kvæmt Play voru nokkrir þættir sem höfðu á­hrif á sæta­nýtinguna en helsta á­stæðan var aukið fram­boð á flug­sætum yfir At­lants­hafið frá sam­keppnis­aðilum.

Fram­boð sætiskíló­metra (ASK) hjá Play jókst þó um 8,8% á milli ára og 7,3% aukning varð á seldum sætiskíló­metrum (RPK).

„Við erum ánægð að sjá að við erum enn að auka hlut okkar á íslenska markaðinum. Íbúar Íslands hafa tekið þjónustu okkar fagnandi og augljóst að áhersla okkar á að vera leiðandi í sólarlandaflugi frá Íslandi er að leggjast vel í markaðinn. Stundvísi félagsins í liðnum júní var framúrskarandi og á samstarfsfólk mitt á flugrekstrarsviði PLAY allt hrós skilið fyrir að tryggja að 91,4% flugferða okkar voru á réttum tíma,“ segir Einar Örn.

Hlut­fall far­þega sem flugu með Play frá Ís­landi jókst úr 29,8% í júní í fyrra í 31,9% á þessu ári, sem flug­fé­lagið segir að sýni á­fram­haldandi vöxt Play á ís­lenska markaðinum.

„Okkur var svo mikill heiður sýndur í júní þegar við vorum valin besta lág­gjalda­flug­fé­lag Norður-Evrópu annað árið í röð. Þá náðum við sömu­leiðis aftur inn á listann yfir 100 bestu flug­fé­lög heims og hækkuðum okkur meira segja um fjögur sæti. Þetta er af­rakstur þrot­lausrar vinnu starfs­fólks PLAY við að veita far­þegum okkar bestu þjónustu sem völ er á og ég er virki­lega þakk­látur fyrir þetta frá­bæra fram­lag kollega minna.“