Six Rivers Iceland stendur í þriðja sinn fyrir alþjóðlegri ráðstefnu sem fer nú fram í Reykjavík dagana 18. og 19. apríl um framtíð Atlantshafslaxins. Félagið var stofnað árið 2019 af Sir Jim Ratcliffe, stofnanda og stjórnarformanni INEOS, sem hefur um árabil talað mikið fyrir laxavernd á Íslandi.

Til umfjöllunar á ráðstefnunni verða hugsanlegar orsakir hnignunarinnar sem þegar hafa verið greindar af hálfu vísindasamfélagsins, auk verndaraðgerða sem bjargað geti laxinum frá barmi útrýmingar.

Á ráðstefnunni verða viðstaddir sérfræðingar frá Íslandi, Noregi, Danmörku, Norður-Ameríku, Bretlandi, Írlandi og Afríku til að ræða hnignunina í stofni laxins en er kominn niður í fjórðung af því sem hann var á áttunda áratugnum.

Vonir vísindamanna sem vinna að verkefninu eru að uppgötva hvernig styðja má við og efla stofn Atlantshafslaxins. Talið er að aukin þekking á vistkerfi laxins mun styðja við aðgerðir til að snúa við heildarhnignun stofnsins og verður lærdómi frá Íslandi deilt um allan heim.

„Six Rivers Iceland er langtímaverkefni sem ætlað er að hafa til framtíðar jákvæð áhrif á bæði svæði og samfélag. Vinnan hefur farið vel af stað en vitanlega er mun meira sem gera þarf. Okkar von er því að stjórnvöld víðast hvar bregðist við þeim ógnunum sem að laxinum steðja og leggist á árar með okkur,“ segir Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Six Rivers Iceland.