Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,6% í 7,2 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Úrvalsvísitalan stóð í 2.684,6 stigum við lokun Kauphallarinnar og hefur ekki verið hærri síðan í apríl 2023.
Festi leiddi hækkanir en hlutabréfaverð smásölufyrirtækisins hækkaði um 7,8% í 1,4 milljarða króna veltu. Gengi hlutabréfa Festi stendur nú í 248 krónum á hlut og hefur aldrei verið hærra. Hlutabréfaverð Festi hefur hækkað um 23% í ár.
Festi, móðurfélag N1, Krónunnar, Elko og Lyfju, birti uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung í gær. Í uppgjörstilkynningu kemur fram að rekstur félagsins hafi gengið betur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Festi hækkaði EBITDA-afkomuspá sína fyrir árið um 400 milljónir króna, og er hún nú á bilinu 12,7-13,1 milljarður króna.
Flugfélagið Play hækkaði einnig um 7%, en þó aðeins í 6 milljóna króna veltu. Hlutabréfaverð Play hefur hækkað um 30% í vikunni en dagslokagengi félagsins náði sínu lægsta stigi í lok síðustu viku í 0,82 krónum á hlut. Það stendur nú í 1,07 krónum.
Fjögur önnur félög aðalmarkaðarins hækkuð um 3% eða meira en það voru Alvotech, Eimskip, Arion banki og Hagar. Arion birti einnig uppgjör í gær og var arðsemi félagsins nokkuð yfir spám greiningaraðila.
Fjögur félög aðalmarkaðarins lækkuðu í viðskiptum dagsins. Hlutabréf Skeljar fjárfestingarfélags lækkuðu mest, eða um 3,3% í yfir 220 milljóna króna veltu. Gengi Skeljar stendur nú í 17,4 krónum á hlut.
Tilkynnt var eftir lokun Kauphallarinnar í gær að Skel og Samkaup hefðu slitið fyrir Samkaup og tiltekin félög í samstæðu Skeljar. „Skel gerði kröfu um að hluthafar Samkaupa myndu auka hlutafé félagsins fyrir samruna en stjórn Samkaupa féllst ekki á þá kröfu.