Norski fóður­fram­leiðandinn Skretting Norway skoðar nú mögu­leikann á því að koma upp fóður­verk­smiðju á Ís­landi fyrir lax­eldi.

Þetta kemur fram í Fiskifréttum Við­skipta­blaðsins en haft er eftir Haar­vard Wald­e, for­stjóra Skretting Norway, í viðtali við Intrafish að Ís­land hafi til langs tíma mögu­leikann á því að verða þriðji stærsti laxa­fram­leiðandi í heimi.

„Þetta mun taka tíma en mögu­leikarnir eru klár­lega til staðar. Ef það er ein­hver staður í heiminum með mjög sterka kosti fyrir góða starf­semi þá er það Ís­land,“ segir Wald­e við Intrafish.

Að sögn Wald­e fylgist Skretting náið með mikilli upp­byggingu land­eldis á Ís­landi.

Þessi norski fóður­fram­leiðsl­risi hafa þegar komið sér upp vöru­húsi í Þor­láks­höfn þar sem land­eldis­fyrir­tæki eru nú að koma sér fyrir.

Um það vil viku­lega sé flutt inn fóður til landsins. Ætlunin sé sú að þegar eldis­fram­leiðslan hér hafi náð nægu magni að skoða mögu­leikann á því að reisa fóður­verk­smiðju hér­lendis.

Þess má geta að Skretting er í eigu hollenska fyrirtækisins Nutreco sem er einn hluthafa í landeldisfyrirtækinu Laxey í Vestmannaeyjum og stærsti framleiðandi í heimi á fiskafóðri.

Hægt er að lesa frétt Fiskifrétta um málið hér.