Unnar Helgi Daníelsson hefur skráð vörumerkið Thor´s Skyr á Íslandi og í Bandaríkjunum.
Á samnefndri facebooksíðu má sjá kraftakarlinn Hafþór Júlíus Björnsson, oft kenndur við karakterinn „Fjallið“ úr Game of Thrones þáttunum sem hann lék, að tala um að hann geti ekki beðið með að kynna nýja starfið, umkringdur beljum í sveit.
Unnar Helgi rak um tíma Icelandic Street Food staðina og þar áður Ugly Pizza, en virðist nú vera kominn í skyrframleiðslu og - útflutning með Hafþóri. Félagið í kringum skyrframleiðsluna er sagt vera með starfsemi í Portland í Main ríki Bandaríkjanna.
Facebook síða þeirra félaga byrjaði að birta myndir af Hafþóri 8. desember við að taka réttstöðulyftu með kerruöxul sem teknar eru í sumar, síðan er hann sýndur eiga góða stund með beljum og hænsnum á bænum íklæddur forláta lopapeysu og loks ýta á undan sér heyrúllu til að fæða beljurnar með.
Um 2 þúsund aðdáendur fylgja síðunni núþegar og sýna henni áhuga þó enn sé lítið efnislegt á henni.