Matvöruverslunin Fjarðarkaup að Hólshrauni í Hafnarfirði hagnaðist um 2,7 milljónir króna á síðasta árið samanborið við 3,5 milljónir árið 2020.

Sala Fjarðarkaups jókst um 1,6% á milli ára og nam 3.870 milljónum króna í fyrra en velta verslanirnnar tók stökk árið 2020 eins sjá má á meðfylgjandi grafi. Rekstrargjöld námu 3.867 milljónum en þar af var kostnaðarverð seldra vara 3.256 milljónir. Laun og launatengd gjöld námu 447 milljónum en 114 starfsmenn unnu hjá félaginu í fyrra.

Eignir Fjarðarkaups voru bókfærðar á 842 milljónir í lok síðasta árs og eigið fé var um 215 milljónir. Sigurbergur Sveinsson er aðaleigandi Fjarðarkaups.