Fjár­festar í hluta­fjár­út­boði Ís­fé­lagsins hf. sem hófst á fimmtu­daginn voru upp­lýstir um nýjan á­hættu­þátt varðandi starf­semi fyrir­tækisins í gær.

Um er að ræða sér­staka á­hættu tengda veitu­inn­viðum í Vest­manna­eyjum sem gæti haft á­hrif á rekstur og af­komu Ís­fé­lagsins.

Hinn nýi á­hættu­þáttur kemur til vegna þess að akkeri Hugins VE losnaði síðast­liðinn föstu­dag og festist í vatns­lögninni til Eyja. Sam­kvæmt Ríkis­lög­reglu­stjóra er lögnin mikið skemmd en þó eru full af­köst sem stendur.

„Sá hluti starf­semi Ís­fé­lags sem fram fer í Vest­manna­eyjum er háður að­gengi að raf­orku og neyslu­vatni, sem hvoru tveggja er dreift með neðan­sjávar­lögnum sem liggja á hafs­botni, frá megin­dreifi­kerfum á fasta­landinu til Vest­manna­eyja. Komi til þess að rof eða annars konar tjón verði á slíkum veitu­lögnum, kann það að hafa á­hrif á getu Ís­fé­lags til þess að stunda land­vinnslu sjávar­afla í Vest­manna­eyjum, um lengri eða skemmri tíma, allt eftir at­vikum hverju sinni,“ segir í við­auka við lýsingu Ís­fé­lagsins sem var sendur út í gær.

„Við slíkar kring­um­stæður myndi Ís­fé­lag leitast við að flytja, eftir föngum, slíka vinnslu þess afla sem annars yrði unninn í Vest­manna­eyjum til annarra starfs­stöðva sinna í Þor­láks­höfn, Siglu­firði eða Þórs­höfn. Engin trygging er þó fyrir því að nægjan­leg af­kasta­geta reynist fyrir hendi á um­ræddum starfs­stöðvum til þess að sinna slíkri vinnslu ef til kæmi. Verði kring­um­stæður af þeim toga sem hér er lýst að veru­leika, kynni það að hafa veru­leg nei­kvæð á­hrif á rekstur Ís­fé­lagsins, fjár­hags­lega af­komu þess og arð­semi hluta­fjár fé­lagsins.“

Er at­hygli fjár­festa í þessu sam­bandi vakin á á­kvörðun Ríkis­lög­reglu­stjóra, sem birt var 28. nóvember 2023, um að lýsa yfir hættu­stigi í Vest­manna­eyjum vegna skemmda á neyslu­vatns­lögn þeirri sem liggur til Vest­manna­eyja.

„Að mati Ríkis­lög­reglu­stjóra er raun­veru­leg hætta til staðar á því að lögnin rofni al­farið í kjöl­far um­fangs­mikilla skemmda og til­færslu á lögninni neðan­sjávar, en skemmdir þessar urðu ný­verið er ankeri fiski­skips í eigu þriðja aðila festist í lögninni. Sam­kvæmt upp­lýsingum Ríkis­lög­reglu­stjóra er nú unnið að mati á af­leiðingum tak­markaðs rennslis fersk­vatns til Vest­manna­eyja, bæði fyrir íbúa Vest­manna­eyja og at­vinnu­starf­semi þar, sem og að gerð úr­bóta­á­ætlunar vegna þessa.“

„Hefur Ríkis­lög­reglu­stjóri upp­lýst að neyslu­vatns­lögnin sé, þrátt fyrir ofan­greint, not­hæf sem stendur og að af þeim sökum sé ekki þörf á að spara vatn í Vest­manna­eyjum eða safna því að sinni.“

Í aukalýsingunni eru fjárfestar sem þegar hafa skráð sig fyrir verðbréfum í almennu hlutafjárútboði Ísfélagsins minntir á réttinn til að afturkalla áksriftir. Slíkt er heimilt að innan tveggja virkra daga frá birtingu viðaukans sem birtist í gær.